Mjög blautar og skítugar aðstæður, hvort sem um er að ræða í stíunni, gerðinu eða í útreiðum, geta oftar en ekki leitt til sársaukafullra sára og sprungna á hælum og fótum. MF Pro settið er einstakt þriggja skrefa ferli sem ætlað er að hreinsa, draga úr og vernda viðkvæm svæði og getur hjálpað til við að berjast gegn algengum húðsjúkdómum eins og t.d. múkki.
Settið inniheldur:
Góður bæklingur með leiðbeiningum, bakteríudrepandi hreinsir (250ml), svampur, róandi bakteríudrepandi og sveppaeyðandi smyrsl (180gr),
fótavafningur (150m) og salvi (500gr).
Carr & Day & Martin framleiðir hesta/leður umhirðuvörur í hæsta gæðaflokki! Fyrirtækið var stofnað árið 1765 svo að það má með sanni segja að það sé komin áralöng reynsla á vörurnar frá þeim. Til gamans má geta að breska krúnan notar Carr & Day & Martin vörurnar á hrossin sín og er það ákveðinn gæðastimpill. Carr & Day & Martin framleiðir vörur fyrir feld, hófa, leður og einnig vörur sem snúa almennt að hestaheilsu.