Vandaður hnakkur úr smiðju Tophorses, mjúkt leður í hæsta gæðaflokki,sem er stamt í sæti, þannig að reiðmaðurinn sitji sem best, hágæða púði í sæti og hnépúðum, sem eru ekki of mjúkir en gefa einkar góðan stuðning, trefjagrind með mikla fjöðrunareiginleika til að fylgja sem best hreifingum hestsins, festingar fyrir ístöðsólar eru úr rústfríu hágæða stáli.
Hnakkur í hæsta gæðaflokki framleiddur eftir ströngustu kröfum í Bretlandi, þar sem er ein lengsta hefðin fyrir söðlasmíði í Evrópu, hágæða trefjagrind , ásamt einstöku leðri gefur þessum hnakk alveg einstaklega þægilegt sæti, til að hann verði einnig sem allra hestvænastur, er hann aðeins fáanlegur með hágæða flokkaðri ull í undirdynunni, til að hesturinn svitni síður undan hnakknum og aðlagast honum betur.
Hnakkvirkið er með 10 ára ábyrgð og annað í hnakknum með 3 ára ábirgð.
lengd 17 | 18 tommur